02.04.2014

Leikskólinn Holt verðlaunaður fyrir Etwinning

Nemendaheimsóknir eru algengar í Víkingaheima og þetta myndband er tekið í einni heimsókninni. 

Þau eru hamingjusöm börnin á Holti, svo hamingjusöm að þau geta ekki annað en dillað sér af gleði og dansað við vorið líkt og sjá má af myndbandi sem nemendur og kennarar gerðu í tilefni þess að Leikskólinn Holt er að fá alþjóðleg verðlaun fyrir Etwinning verkefnið sitt.

Fölskvalaus gleði barnanna er greinilega bráðsmitandi því auk nemenda, kennara og foreldra á Holti má meðal annarra sjá bæjarstjóra Reykjanesbæjar, Árna Sigfússon og Gylfa Jón Gylfason fræðslustjóra bregða undir sig betri fætinum og dansa með börnunum.

Börn eru velkomin í Víkingaheima og fá ókeypis aðgang að 14 ára aldri í fylgd fullorðna.