19.03.2014

Safnahelgi á Suðurnesjum

Safnahelgi á Suðurnesjum var haldin á nýafstaðinni helgi, 15. og 16. mars.  Ókeypis var inn á öll söfn og setur á Suðurnesjum.  Tveir viðburðir voru auglýstir í Víkingheimum, víkingafélagið Völundr, sem er nýstofnað félag í Reykjanesbæ kynnti starfsemi sína, og sýndi meðal annars handverk frá tímum víkinga, og Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði kom frá Ásatrúarfélaginu og kynnti þeirra starfsemi.  Margt var um manninn, eða um 700 gestir yfir helgina.