Aðstaða

Sýningarhús Víkingaheima er opið árið um kring. Þar er gott aðgengi og góð aðstaða fyrir einstaklinga jafnt sem hópa. Kaffisala og frítt netsamband er á staðnum og hægt að setjast niður og njóta verunnar í geysifallegu húsi.

Ráðstefnusalur (70 m2) er í húsinu sem hægt er að panta fyrir hópa. Einnig er hægt að panta húsið fyrir einkasamkvæmi og veislur og hentar húsnæðið mjög vel fyrir ýmis konar standandi boð.