Landnámsdýragarður

Yfir sumarmánuðina, frá miðjum maí og út ágúst, er starfræktur landnámsdýragarður í Víkingaheimum.

Hann höfðar einkar vel til yngstu kynslóðarinnar sem þar kemst í návígi við lömb, kálfa, kiðlinga, kanínur og ýmis konar fiðurfé. Aðgangur að garðinum er ókeypis og hann er opinn frá kl. 11 - 17 alla daga. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 421 6700.